Loftorka hefur framleitt fjölda undirganga og stoðveggja fyrir sveitafélög og verktaka í vegagerð. Sjaldnast er um staðlaða framleiðslu að ræða heldur er framleitt eftir teikningum hverju sinni og hönnun lagar sig að aðstæðum, sem geta verið mjög mismunandi á milli staða. Hægt er að skreyta stoðveggina með ýmiss konar mynstri.  Stoðveggir eru kjörinn til að leiðrétta hæðamismun, þar sem þess gerist þörf.

Við framleiðum undirgöng sem nýtast bæði fyrir létta gangandi umferð eða mikla umferð stórvirkra vinnuvéla. Möguleikarnir á hönnun og framleiðslu undirganga og stoðveggja eru óteljandi. Hönnun er viðhöfð með svipuðum hætti og þegar staðsteypt er og því lítill munur hvað hönnun varðar.

Tvær útfærslur eru mest notaðar hvað stoðveggi varðar. Annars vegar veggur með fæti sem er settur beint á fyllingu og raðað upp án sérstakrar undirsteypu. Afrétting fer því fram á fyllingunni. Mörg dæmi eru um þetta í vegaundirgöngum sem Loftorka hefur framleitt í gegnum árin.

Hins vegar er veggur án fótar. Einingarnar eru þá reistar á ásetuklossa og fóturinn steyptur á staðnum. Járnagrind og tenging við fót er einföld og þessi aðferð er einfaldari í reisingu en þá er að sjálfsögðu eftir vinnan við staðsteypuna.

Verð á þessum stoðveggjum er mjög breytilegt allt eftir því hvernig hönnun eininganna er útfærð, en tímasparnaðurinn er hins vegar mikill. Þegar göng eru gerð undir vegi er þess oft krafist að þessir byggingahlutir séu forsteyptir til að spara tíma.

Einingarnar eru endingagóðar og þarfnast lítils viðhalds.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sölumönnum Loftorku.

SÍMI

433 9000

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita