Loftorka hefur um árabil framleitt ýmsar gerðir af tönkum, þá helst haughúsatanka sem nýttir eru í landbúnaði.

Útfærslur, hvað stærð tanka varðar, eru í raun óteljandi.  Þannig hafa til dæmis verið framleiddir tankar sem eru 2.300 rúmmetrar að stærð, úr rifjuðum veggja- og loftaplötu einingum. Þvermál þeirra var 23.1m og hæð 6m. Sú útfærsla var boltuð saman og auk þess eftiráspennt, með stálvírum. Til gamans má geta þess að einn stærsti tankur landsins, á Hýrumel í Borgarfirði, er framleiddur af Loftorku.

Tankarnir henta vel sem þrær fyrir starfsemi tengda sjávarútvegi.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sölumönnum Loftorku.

SÍMI

433 9000

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita