Forsteyptir stigar eru sérframleiddir eftir pöntun hverju sinni.  Breidd þeirra getur verið allt að 135 cm og þrep allt að 18.  Framstig og uppstig er gert í samræmi við hönnun hverju sinni, en það geta verið takmarkanir á því hversu hátt/lágt uppstig getur verið og hversu djúpt/grunnt framstig getur verið, áður en þörf verður á að smíða sérstakt mót fyrir viðkomandi stiga. Stigana er hægt að fá með innsteyptum festingum við plötur, allt eftir þörfum hverju sinni.

Forsteyptar stiga einingar henta vel fyrir nýbyggingar, hvort sem stiginn stendur einn og sér eða meðfram öðrum einingum, t.d. lyftustokk. Þegar reising húseininga hefst getur uppsetning stigaeininga flýtt fyrir framkvæmdum þar sem ekki er þörf fyrir bráðabirgðalausn á stiga, jafnframt bætir það alla umgengni og eykur öryggi á verkstað að aðrir verktakar geti gengið um endanlegan stiga í stað þess að notast við bráðarbirgðalausn.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sölumönnum Loftorku.

SÍMI

433 9000

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita