Af hverju einingahús?

Einingarhús eru með bestu og hagkvæmustu kostum sem í boði eru við byggingu húsa, hvort sem er íbúðar- eða atvinnuhúsa. Einingarhús eru einföld í hönnun, eru framleidd við bestu mögulegu aðstæður og húsin eru laus við kuldabrýr. Hægt er að velja um fjölmargar útfærslur við hönnun húsanna og tegundir klæðninga. Framleiðslutími einingarhúsa er stuttur, en hægt er að reisa hús úr forsteyptum einingum á nokkrum dögum. Forsteyptar einingar eru einnig mjög góðar þegar kemur að brunavörnum.

Forsteyptar einingar eru bæðu hljóðlátar og endingar góðar. Það er markmið allra fasteignareigenda að lágmarka viðhald og hámarka endingu. Forsteyptar einingar viðhalda hita mjög vel, jafnvel betur en önnur byggingarefni og skapa þannig minni þörf á kyndingu. Styrkleiki forsteyptra eininga gerir það einnig að verkum að húsin er sterkt þegar kemur að náttúruhamförum, s.s. jarðskjálftum eða óveðrum.

Forsteyptar einingar eru einnig hraðar í uppsetningu sem styttir byggingartíma á verkstað verulega. Hægt er að reisa hús, hvort sem er atvinnu- eða íbúðarhús, í ýmsum veður aðstæðum eins og frosti.

Hægt er að kynna sér einingarhúsin nánar HÉR (linkur)

Hvers vegna eru forsteyptar einingar betri en venjuleg steypa og hvernig eru gæði steypunnar betri?

Forsteyptar einingar eru steyptar með vottaðri steypu undir virku gæðaeftirliti. Eining eru þær steyptar innanhús við bestu mögulega aðstæður.

Þegar einingar eru steyptar þá eru þær alltaf steyptar með nýrri steypu eða þ.e.a.s steypan hefur ekki ferðast jafnvel klukkutímum saman frá framleiðslustað á afhendingarstað.

Hvernig er ferlið?

Fyrsta skrefið er að láta sig dreyma því hönnun og framleiðslu einingahúsa eru fáar takmarkanir settar. Hafðu samband við söludeild Loftorku og við leiðbeinum þér í næstu skrefum í ferlinu sem fylgir því að hanna og byggja hús.

Við vinnum náið með hönnuðum og arkitektum sem hafa í gegnum árin öðlast mikla reynslu af einingarlausnum. Það hefur leitt af sér ódýrari, fljótari og fjölbreyttari hönnunarmöguleika við uppbyggingu fasteigna. Við tekur hönnunarferli og gerð teikninga af viðurkenndum arkitekt. Hönnunarferli okkar er lausnarmiðað og uppfyllir þarfir og óskir viðskiptavina.

Þegar búið er að hanna hús og teikningar hafa verið samþykktar af yfirvöldum getur undirbúningur framleiðslu hafist. Loftorka framleiðir einingarnar við bestu mögulegu aðstæður og sér jafnframt um flutning á byggingarstað. Loftorka getur einnig séð um að reisa einingarnar.

Hægt er að kynna sér ferilinn nánar HÉR (linkur)

Hversu sveigjanleg er hönnunin á einingahúsum? Setur arkitektúr einingahúsum mikil takmörk?

Einingar takmarka ekki arkitektúr og eru mjög sveigjanlegar. Leyst höfum við ótrúlegar áskoranir með sérlausnum, en einnig hentar oft samspil milli eininga og annarra byggingarefna. Við höfum hönnuði á okkar vegum sem hjálpa til við hönnun á húsum. Hringdu í okkur til að fá  frekari upplýsingar, það mun koma þér á óvart hversu margir möguleikar eru í boði.

Er hægt að setja einingar á tilbúinn sökkul með steyptri gólfplötu?

Hægt er að setja einingar á tilbúin sökkul með gólfplötu en það er sérlausn.

Hvernig er einangrunargildi einingahúsa?

Einangrunargildið er mjög gott, með því betra sem þekkist í byggingariðnaði. Gildið er breytilegt eftir uppbyggingu einingar, en í öllum tilvikum fyrsta flokks.

Hvaða leiðir eru farnar í pípulögnum við hönnun og byggingu einingarhúsa?

Stutta svarið, eins og í öðrum hefðbundnum byggingum.

Hvernig er gengið frá raflögnum við hönnun og byggingu einingarhúsa?

Hægt er að setja rör og dósir í einingar þegar þær er í framleiðslu. Til þess að það sé gert, þurfa að liggja fyrir teikningar.

Hvernig er innri frágangur á einingum?

Einingar sem steyptar hafa verið saman eru tilbúnar undir sandsplöslun en auðvitað þarf að vera búið að loka húsinu og hita það upp áður.

Er hægt að pússa í samskeyti að innan?

Hægt er að pússa samsteypur að innan eftir að einingar hafa verið steyptar en biðja þarf um það sérstaklega. Staðlaði frágangurinn er hins vegar að málarinn sjái um að klára frágang á samsteypum.

Hvernig er gengið frá samskeytum að utan?

Samskeyti eru kíttuð með þar til gerðu efni. Þessi aðferð er mjög snyrtilega og kemur vel út.

Eru einingarnar staðlaðar í stærð?

Nei, þær eru það að öllu jöfnu ekki. Í allflestum tilvikum eru einingar sérhannaðar fyrir hvert verkefni og koma í öllum mögulegum stærðum. Þær framleiðsluaðferðir sem notast er við í verksmiðju Loftorku í Borgarnesi bjóða upp á óteljandi kosti við stærðir eininganna.

Er einhver hluti af húsinu sem borgar sig að staðsteypa?

Botnplata húsa er alltaf staðsteypt en aðrir hlutir að jafnaði úr einingum og framleiddir í verksmiðju Loftorku. Sem fyrr segir eru þeir framleiddir við bestu mögulegu aðstæður.

En Loftorka hefur oft komið að verkum það sem samblanda er af staðsteypu og einingum. En best er að hafa samband við Loftorku og sölufulltrúar okkar veita nánari upplýsingar.

Hvað er átt við með samlokueiningum?

Svokölluð samlokueining er í raun forsteypt einangruð útveggjaeining, sem saman stendur af veðurkápu, einangrun og burðarvegg. Veðurkápan er fullfrágenginn og burðarveggurinn er eftir reisingu tilbúin undir sandspöslun.

Eru sökklarnir líka úr einingum?

Hægt er að fá sökkla úr einingum og er það mjög góð lausn. Í stöðluðum lausnum okkar eru sökklarnir einangraðir að utan, m.a. til að koma í veg fyrir að kuldabrú myndist

Hvað geta forsteyptir stigar verið mörg þrep?

Við hönnun og framleiðslu forsteyptra stiga er hægt að leysa nánast allar útfærslir. Hægt er að útfæra flest allar aðstæður með sérlausnum. En best er að hafa samband við Loftorku og sölufulltrúar okkar veita nánari upplýsingar.

Hvað geta forsteyptir stigar verið breiðir?

Þeir stigar sem framleiddir eru skv. stöðluðum lausnum eru 135cm á breidd. Hins vegar er hægt að hanna og framleiða nánast allar stærðir af forsteyptum stigum sem sérlausnir.

Hvað geta einingar verið stórar?

Stærð eininga sem framleidd er af Loftorku er ekki stöðluð en algengast er að eining sé á milli sex til átta metrar á lengt. Við hönnun á einingum er ýmislegt sem hefur áhrif á lengt og hæð, má þar nefna þyngt einingu, flutning á einingu.

Hvað geta einingar verið þungar?

Þyngt eininga sem framleidd eru af Loftorku er ekki stöðluð og í raun margt sem getur haft áhrif á þyngd þeirra en hægt er að miða við um 500kg á fermeter ef miðað er við 30cm samlokueiningu.

Hvað eru hægt að velja um margar loftaplötur og hver er munurinn á þeim?

Loftorka framleiðir fjórar gerðir af loftaplötum; Slakbentar fílegran plötur, forspenntar fílegran plötur, kúluplötur og holplötur.

Hægt er að kynna sér loftaplöturnar nánar HÉR (linkur)

Skiptir lofthæð veggja í einingarhúsum máli?

Lofthæð í einingarhúsum skiptir ekki máli, framleiðslulega séð en auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig hlutirnir eru hannaðir.

Er hægt að hafa innfeld ljós í einingar?

Í einingar er í raun hægt að steypa allt mögulegt. Þegar á að hafa innfeld ljós í einingum eru oftast steypt inn í einingar þar til gerð steypubox fyrir ljós eða gert úrtak í einingu fyrir ljós. Rafviki sér síðan um að setja ljósið í eininguna eins og annað innlagnaefni.

Er hægt að steypa glugga í einingar?

Það er hægt, en mælt er með því að gluggar séu settir í eftir að búið er að steypa einingarnar, hvort sem það er gert í verksmiðju eða á byggingarstað. Til eru staðlar aðferðir sem búið er að þróa í gegnum árin við ísetningu glugga.

Er hægt að fá glugga glerjaða í verksmiðju Loftorku?

Hægt er að fá glugga glerjaða og er það gert skv. verðskrá Loftorku. Sölufulltrúar okkar veita nánari upplýsingar.

Í hverju felst hagræðið við einingalausnina?

Hönnun einingarhúsa er einföld, framleiðslan er fljótleg og hið sama gildir um reisingu. Allt þetta sparar bæði tíma og fjármagn. Þá krefjast einingarhús minna viðhalds en ýmis önnur hús, eru sterk, hafa mjög gott einangrunargildi og hafa margoft sýnt að þær standast íslenskar veður og aðstæður.

Er mikið rask á verkstað?

Við byggingu á einingarhúsum er hægt að fá einingar með endanlegri áferð að utan, og glerjuðum gluggum. Reising eininga tekur ekki langan tíma sbr. að staðsteypa hús og þar af leiðandi tekur verktími á verkstað margfalt minni tíma og þar af leiðandi verður minna rask á verkstað.

Hversu stórann hluta heildarverksins getur Loftorka tekið að sér?

Eins og lög gera ráð fyrir eru öll hús reist skv. teikningum viðurkenndra arkitekta. Loftorka getur þó verið þér innan handar frá fyrsta degi þangað til að búið er að reisa húsið. Sölufulltrúar okkar veita nánari upplýsingar um þau verkefni sem Loftorka sinnir við hönnun og framleiðslu einingarhúsa.

Tekur Loftorka að sér að hanna húsin?

Loftorka tekur að sér hönnun burðarvirkis og lagna, en sem fyrr segir er hönnun húsa ávallt í höndum viðurkenndra arkitekta.

Á Loftorka einingar eða teikningar á lager?

Hvert hús eru framleitt eftir verksamningi og hið sama gildir um gerð teikninga. Loftorka á gott samstarf við fjölda arkitekta og hönnuði sem hannað hafa einingarhús sem framleidd hafa verið af Loftorku í gegnum árin.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita