Loftorka Borgarnes er alhliða framleiðslufyrirtæki sem í áratugi hefur sérhæft sig á á sviði mannvirkjagerðar og framleiðslu á forsteyptum steypueiningum.

Loftorka er eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á sviði byggingariðnaðar og eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði framleiðslu húseininga úr steinsteypu. Á meðal okkar helstu verkefna má telja framleiðslu á veggjaeiningum, rörum, brunnum, sökklum, filegran loftaplötum, holplötum, kúluplötum, bitum, súlum, svalagólfum, stigum og þannig mætti áfram telja.

Með sérhæfðri verkþekkingu og áralangri reynslu starfsmanna, þar sem unnið er eftir stífum gæðastöðlum, hefur Loftorka komist í þá stöðu að vera ein mest vélvædda einingaverksmiðja landsins og í fararbroddi á markaði fyrir forsteyptar einingar og rör.

Loftorka Borgarnesi var stofnað þann 16. apríl 1962 af Konráð Andréssyni og Sigurði Sigurðssyni. Nafn fyrirtækisins var dregið að fyrstu atvinnutækinu sem félagið eignaðist, loftpressubíl af bestu gerð. Árið 1969 var félaginu skipt upp í tvö fyrirtæki, Loftorku Reykjavík og Loftorku Borgarnesi sem þá sérhæfði sig í rörasteypu og hellugerð. Nokkrum árum síðar, árið 1974, var starfsemin flutt í eitt húsnæði við Engjaás í Borgarnesi en hafði fram að því verið í leiguhúsnæði. Á sama tíma var reist steypustöð auk þess sem félagið hóf að reka steypubíla og viðgerðarverkstæði.

Árið 1981 urðu kaflaskil í rekstri Loforku Borgarnesi þegar félagið hóf framleiðslu á húseiningum. Sama ár var byggt nýtt húsnæði fyrir framleiðslu eininganna auk þess sem fjárfest var í nýrri steypustöð til að anna aukinni framleiðslu.

Eftir því sem árin liðu var lögð aukin áhersla á framleiðslu og sölu á hágæða steinsteypu í föstu formi, forsteyptum einingum, sem enn í dag er einn stærsti framleiðsluþáttur félagsins. Loftorka stendur öðrum fyrirtækjum framar er kemur að gæðum í hönnun og framleiðslu forsteyptra eininga.

Árið 1996 var starfsemi Loftorku útvíkkuð þegar fjárfest var í nýjum vélum fyrir framleiðslu á steinrörum. Jafnframt var reist var nýtt húsnæði fyrir rörasteypu á félagsins og steypustöðvum félagsins fjölgað um helming.

Árið 2005 keypti Loftorka Borgarnesi framleiðslufyrirtækið Forsteypuna ehf. á Kjalanesi. Framleiðslugeta í einingaframleiðslu jókst í kjölfarið um 25% og ári síðar hafði starfsmönnum félagsins fjölgað um nær helming á örfáum árum.

Árið 2005 keypti Loftorka jafnframt 4200m2 húsnæði við Engjaás, skammt frá framleiðslusvæði Loftorku, hið svokallaða Mjólkursamlagshús. Útbúinn var sérstakur framleiðslusalur þar sem framleiddar voru kúluplötur. Þetta markaði upphafi framleiðslu á kúluplötum á Íslandi.

Í lok árs 2005 var reist ný steypustöð í Borgarnesi, svokölluð turnstöð sem í dag er ein stærsta og fullkomnasta steypustöð landsins. Stöðin kom upphaflega frá Ítalíu og framleiðir um 180 rúmmetra af steypu á klukkustund.

Vöxtur fyrirtækisins hélt áfram á næstu árum. Í byrjun árs 2006 var gengið frá kaupum á um 5.000m2 húsnæði undir steypustöð og einingaframleiðslu á Akureyri. Húsnæðið sem áður var í eigu Slippsins á Akureyri. Sumarið 2006 voru fyrstu einingarnar, sem framleiddar voru á Akureyri, afhentar til verktaka á Norðurlandi sem höfðu í auknari mæli sýnt því áhuga að byggja bæði íbúða- og atvinnuhúsnæði með forsteyptum einingum.

Vorið 2006 hófst framleiðsla í nýrri 3.000m2 einingaverksmiðju í Borgarnesi. Verksmiðjan er búin fullkomnum framleiðslubúnaði. Í október sama ár var tekin í notkun litasteypustöð fyrir áferðarsteypu.

Á undanförnum árum hefur Loftorka Borgarnesi orðið að öflugu þjónustufyrirtæki samhliða því að verða ein reynslumesti og skilvirkasti einingarframleiðandi landsins.

Haustið 2009 fóru feðgarnir Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason fyrir hópi fjárfesta sem eignaðist félagið. Óli Jón var þá framkvæmdastjóri Loftorku og hafði starfað hjá félaginu með hléi frá árinu 1984. Bergþór, sem í dag er framkvæmdastjóri félagsins, hóf þá störf sem fjármálastjóri.

Hjá félaginu starfa nú um 100 manns.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita