Innra eftirlit er mikilvægur þáttur í starfsemi og gæðastefnu Loftorku í Borgarnesi. Innri úttektir á framleiðslustýringarkerfinu fara fram einu sinni á ári.

Samkvæmt starfsreglum fyrirtækisins skulu stjórnendur árlega skoða innri úttektir fyrir framleiðslu eininga og skýrslur viðurkennds skoðunaraðila með það að markmiði að endurskoða framleiðslukerfið ef þurfa þykir.

Helstu ábyrgðarþættir framleiðslustýringarinnar dreifast á mismunandi aðila. Listi yfir helstu ábyrgðarþætti og viðkomandi ábyrgðaraðila er gefinn út með reglubundnum hætti. Tilgangur framleiðslustýringarkerfisins er að tryggja eftir því sem hægt er að framleiddar einingar uppfylli kröfur og væntingar Loftorku og viðskiptavina fyrirtækisins. Móttaka aðfanga er vandlega skráð og yfirfarin. Þess utan eru tæki og áhöld prófuð og samræmd auk þess sem framleiðsla fyrirtækisins er reglulega yfirfarin í þeim tilgangi að tryggja þau gæði sem Loftorka Borgarnesi stendur fyrir.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita