Starfsmenn Loftorku í Borgarnesi eru stoltir af því að vera á meðal fremstu steypuframleiðenda hvað gæðamál varðar. Að tryggja gæði er okkar helsta markmið. Allar okkar vörur uppfylla kröfur sem eru gerðar um gæði samkvæmt stöðlum, hvort sem um er að ræða húseiningar, rör og brunna eða aðra þá byggingarhluta sem Loftorka framleiðir og er með vottað framleiðslukerfi. Vörur okkar eru að sama skapi hannaðar til að þola íslenskar aðstæður, veður, jarðveg og jarðskjálfta.

Loftorka varð í febrúar 2011 fyrst íslenskra steypuframleiðenda til að fá útgefið samræmisvottorð frá NMÍ (Nýsköpunarmiðstöð Íslands). Samræmisvottorðið var gefið út í kjölfar þess að fylliefnaframleiðsla félagsins var EC-vottuð í júní 2010. Í kjölfarið var framleiðsluhandbók fyrir steinsteypu yfirfarin og útgefin.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita