Loftorka Borgarnesi er í fararbroddi íslenskra steypuframleiðenda er kemur að gæðamálum. Með aðild Íslands að samningum um evrópska efnahagssvæðið fylgdu ákvæði um innleiðingu á samevrópskum stöðlum. Samevrópskir staðlar eru að jafnaði staðfestir sem íslenskir staðlar, lítið eða ekkert breyttir. Staðfestur hefur verið staðallinn ÍST EN 13369:2004, Almennar reglur fyrir forsteyptar steinsteypuvörur. Til viðbótar þessum staðli hafa verið gefnir út vörustaðlar fyrir ýmsar gerðir af forsteyptum einingum. Vörustaðlarnir eru samhæfðir staðlar og er framleiðendum því skylt að CE merkja framleiðsluvörur sínar í samræmi við þá, eftir því sem við á. Loftorka Borgarnesi uppfyllir þessa staðla í framleiðslu sinni á forsteyptum einingum og öðrum vörum.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands framkvæmdir reglulega úttekt á gæðakerfi Loftorku og gefur í kjölfarið út vottorð um EC vottun fyrirtækisins. Þá hefur verið gefin út gæðahandbók vegna framleiðslu Loftorku. Handbókin er hluti af gæðakerfi Loftorku í Borgarnesi og er einkum ætluð þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem fást við framleiðslu og afhendingu forsteyptra eininga. Tilgangur handbókarinnar er að hafa á einum stað upplýsingar og leiðbeiningar fyrir starfsmenn. Einnig nýtist handbókin við kynningu gæðakerfisins fyrir vottunaraðilum fyrirtækisins.

Framleiðslustýring einingaframleiðslunnar er á ábyrgð starfsmanna Loftorku í Borgarnesi. Tilgangur framleiðslustýringarinnar er meðal annars að tryggja að aðföng, framleiðsluaðferðir og framleiðsluvörur uppfylli þá staðla og kröfur sem í gildi eru.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita