Einföld hönnun, fjölbreyttir möguleikar, stuttur byggingartími, gæði og samkeppnishæf verð. Þetta eru skilyrði sem flestir miða við þegar hugað er að byggingarframkvæmdum, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhús. Framleiðsla og verklag Loftorku uppfyllir öll þessi skilyrði.

Fyrstu skrefin eru er að láta sig dreyma og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Hér á vef Loftorku má sjá fjölmargar af þeim byggingum sem við höfum hannað og reist á síðustu árum. Ef þú ert í byggingarhugleiðingum hvetjum við þig til að hafa samband við söludeild okkar. Við munum aðstoða þig við að koma hugmyndum þínum í framkvæmd.

Á árum áður var rík hefð fyrir því að staðsteypa hús sem voru einangruð að innanverðu. Steypuskemmdir og sá gríðarlegi kostnaður sem þeim fylgir, ásamt svokölluðum kuldabrúm, sem minnka einangrunargildi og auka líkur á rakavandamálum, hafa leitt til þess að í dag er frekar horft til þess að einangra hús utan við burðarvegg sem er einmitt útfærslan með forsteyptum einingum. Forsteyptu einingarnar eru framleiddar við bestu mögulegu skilyrði í verksmiðju Loftorku. Steypan sem Loftorka notar í einingar er úr vottuðum gæðaefnum og er framleidd undir ströngu eftirliti. Hægt er að velja um ýmsar áferðir á veðurkápu eininga, til dæmis pússaða eða stálmótaáferð, sem eru tilbúnar undir málningu, eða steinaða áferð sem er þá því sem næst viðhaldsfrí.

Hægt er að reisa einbýlishús úr forsteyptum einingum á örfáum dögum. Einingarnar eru steyptar á meðan unnið er við grunn og sökkla hússins. Reisingin sjálf tekur örfá daga og þakvinna getur hafist í framhaldinu.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita