Við hjálpum þér að setja hugmyndir þínar á blað. Við vinnum náið með hönnuðum og arkitektum sem hafa í gegnum árin öðlast mikla reynslu af einingahúsum. Slíkt samstarf hefur leitt af sér hagkvæma og fjölbreytta hönnunarmöguleika. Þegar stóra myndin er ljós, tekur við hönnunarferli og gerð teikninga af viðurkenndum hönnuði. Hönnunarferli okkar er lausnarmiðað og uppfyllir þarfir og óskir viðskiptavina.

Þegar samið hefur verið um framleiðslu tekur við nokkuð hefðbundið verkferli sem starfsmenn og sérfræðingar Loftorku hafa þróað í gegnum árin. Loftorka framleiðir einingar, flytur þær og afhendir á byggingarstað. Loftorka getur einnig annast reisingu, ef þess er óskað. Ekkert er því til fyrirstöðu að kaupendur forsteyptra eininga sjái sjálfir um að reisa einingarnar, þá með sérfræðinga á eigin vegum.

Nánar er kveðið á um verkaskiptingu í verksamningi.

 

Flutningur, uppsetning og reising

Flutningur forsteyptra eininga er í flestum tilfellum í höndum sérfræðinga Loftorku. Flutningur veggeininga og loftplatna fer fram á sérhæfðum einingavögnum og flatvögnum.

Loftorka er með sérþjálfaða reisingarflokka sem reisa einingar sé þess óskað. Byggingameistari hússins er síðan ábyrgur fyrir því sem eftir er þegar verkluti Loftorku er risinn.

Aðalteikningar og vinnuteikningar skal varðveita í aðgengilegu formi á byggingarstað. Áður en einingar eru sendar frá verksmiðju, eru þær auðkenndar með raðnúmerum. Þessi númer koma einnig fram á vinnuteikningum.

Við undirbúning verksins, áður en að framkvæmd kemur, þarf verktaki við reisingu að ákveða í hvaða röð einingarnar verða reistar skv. reisingaráætlun. Þetta er gert í nánu samráði við verksmiðju Loftorku, þannig að samræming á framleiðslu og flutningi geti farið fram.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita