Loftorka hefur áratuga reynslu í framleiðslu á steinrörum.

Þær vélar sem við notum bjóða upp á mjög sveigjanlega framleiðslulínu. Hægt er að framleiða rör frá 100mm til 3000mm í þvermál og allt að 2500mm að lengd svo dæmi séu tekin.  Mjórri rörin eru með innsteyptum gúmmíhringjum, en þau víðari eru með eftirásettum þéttihringjum.

Öll framleiðsla og gæðaeftirlit miðar við EN1916 staðalinn fyrir rör og EN1917 staðalinn fyrir brunna.

Rör stærri en 1500mm eru styrkt með járnspíral og mjórri rör ef álag kallar á slíkt að mati hönnuðar. Rörin eru hert í sérútbúnum rakarýmum til að ná fram sem bestu samspili hörðnunar og þéttleika. Framleiðsla röranna fer fram í sérhæfðum vélbúnaði við bestu mögulegu aðstæður.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita