Loftorka Borgarnesi starfrækir sérstaka hönnunardeild. Þar starfa margir af helstu sérfræðingum landins í mannvirkjagerð sem eru þér innan handar við að láta drauma þína rætast. Sérfræðingar Loftorku búa yfir áratuga reynslu við gerð bygginga og annarra mannvirkja. Loftorka á einnig í nánu samstarfi við marga af bestu hönnuðum og arkitektum landsins þegar kemur að einingarlausnum. Með þetta nána samstarf að leiðarljósi hafa íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og ýmiss konar mannvirki af bestu gerð orðið að raunveruleika þar sem gæði, öryggi, hagkvæmni og góð þjónsta er höfð að leiðarljósi.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita