Samhliða aukinni notkun forsteypra eininga hefur notkun forsteyptra sökkla aukist á síðustu árum. Með forsteyptum sökklum skapast tækifæri til að flýta framkvæmdum, skapa aukið öryggi og um leið spara fjármagn.

Algengast er að sökkulveggurinn sé reistur á þjappaða fyllingu og er þá hver veggeining reist á þar til gerða ásetusteina. Þegar sökklunum hefur verið komið fyrir allan hringinn eru þeir tengdir saman. Þá er steyptur fótur undir sökkulinn en stærð hans er eftir þörfum hverju sinni. Með þessu er tryggð full áseta á fyllinguna. Því næst eru einingarnar steyptar saman og í kjölfarið eru ísteypt tengijárn beygð inn í plötuna.

Loftorka tekur að sér að setja sökkulskaut í sökkuleiningar ef því er óskað og greitt er fyrir það skv. verðskrá Loftorku.Ef setja á sökkulskaut í sökkuleiningar þá skal það liggja fyrir á sökkuleiningar teikningum.

Miðað er við að sökklarnir séu einangraðir að utan með steinullargrunnplötum upp að útveggjeiningum sem reistar eru ofan á sökklana. Þannig er komið í veg fyrir að nokkur kuldabrú myndist. Hægt er að klára alla jarðvinnu í kringum sökkla áður en húseiningar eru reistar, þannig að ekki er til staðar opinn skurður eða annað drasl sem fylgir byggingarframkvæmdum. Slysahætta á byggingarsvæðinu er því í lágmarki.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita