Útveggjaeining getur verið óeinangruð, járnbent steypt eining, sem þá er gert ráð fyrir að verði einangruð síðar og klædd með veðurkápu úr öðru efni. Einnig er algengt að nota einangraða útveggjaeiningu eða svokallaða samlokueiningu.

Helstu gæði kaldra útveggja eru hversu endingagóðir þeir eru. Uppsetning veggjanna er fljótleg og líkt og með aðrar framleiðslueiningar okkar þá sparast tími og fjármagn við byggingu mannvirkja. Veggirnir eru framleiddir við bestu mögulegu aðstæður úr þéttri steypu sem kemur í veg fyrir leka. Raflögnum, rafmagnsdósum og úrtökum er komið fyrir í veggjunum við framleiðslu skv. teikningu.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita