Loftorka er með einkaleyfi á framleiðslu kúluplatna á Íslandi, í samstarfi við BubbleDeck og HNIT Verkfræðistofu. Nú þegar hafa verið framleiddir yfir 150 þúsund fermetrar af kúluplötum hér á landi. Stærstu verkefnin sem kúluplötur hafa verið notaðar í eru: fyrsti hluti Höfðatorgsins, Norðurturninn við Smáralind og bílastæðakjallari við Hörpu.

Forvinnsla á kúluplötum fer fram í verksmiðju Loftorku í Borgarnesi. Plötuþykkt er ýmist 28,5 cm  34 cm eða 45,5 cm. Steypt er í fulla þykkt á byggingarstað eftir að viðbótarbending, tengijárn , rafmagnsrör o.s.frv. hafa verið lögð.

Kostir kúluplatna eru ótvíræðir. Plöturnar henta vel fyrir stór opin rými þar sem ekki er gert ráð fyrir bitum og bil á milli súlna er mikið. Burður kúluplatnanna dreifist í tvær áttir og eigin þyngd þeirra verður minni en í heilsteyptum plötum vegna holrýmis sem er formað í plötunum. Þá er jarðskjálftaálag kúluplatna í lágmarki. Kúluplötur bjóða einnig upp á skemmtilega og fjölbreytta möguleika í hallandi þökum.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita