Holplötur eru hágæða forspenntar plötueiningar, ein tegund af þremur tegundum af loftaplötum sem framleiddar eru af Loftorku. Holplöturnar eru framleiddar í fjórum þykktum, 20 cm, 26,5 cm, 32 cm og 40 cm. Breidd holplatnanna er 120 cm og lengdin getur verið allt að 17 m. Hægt er að sérsníða plöturnar með því að lang- eða skáskera þær.

Holplötur bjóða upp á meiri burðargetu en fæst í jafn þykkri  staðsteyptri plötu. Þversnið holplatnanna er sprungufrítt og uppsetning þeirra krefst ekki mótuppsláttar. Plöturnar hvíla á bita eða vegg og ekki er þörf fyrir annað burð eða stuðning. Holplöturnar eru steyptar í 70 metra lengjum og sagaðar í viðeigandi lengdir daginn eftir steypu.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita