Filigran loftplötur eru 5-8 cm þykkar forsteyptar plötur, ein tegund af þremur tegundum af loftaplötum sem framleiddar eru af Loftorku. Stöðluð breidd platnanna er 2,4m en lengd þeirra getur verið um 6m slakspennt og 8m forspennt. Raflögnum, rafmagnsdósum, halóndósum og úrtökum er komið fyrir í plötunum við framleiðslu skv. teikningu áður en platan er steypt.

Byggingartími styttist verulega með filigran loftplötum þar sem ekki er um hefðbundin plötuuppslátt að ræða. Filigranplötur eru reistar á stoðir og mynda um leið mótið fyrir ásteypulagið.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita