Einangraðir veggir, eða svokölluð samlokueining, skiptist í raun í þrjú lög; burðarvegg (130-150mm), einangrun (um 100mm) og veðurkápu (um 70mm). Einingarnar eru framleiddar í framleiðsluhúsi Loftorku undir skilvirku gæðaeftirliti við bestu mögulegu aðstöður. Þaðan eru einingarnar fluttar á áfangastað þar sem þegar er búið að vinna undirbúningsvinnu þannig að þær eru tilbúnar til reisingar. Einingarnar eru tengdar innbyrðis með ryðfríum teinum og eru eftir reisingu tilbúnar undir sandspörslun. Raflögnum, rafmagnsdósum og úrtökum er komið fyrir í veggjunum við framleiðslu skv. teikningu.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita