Framleiðsla innveggja skiptist í berandi og ekki-berandi  innveggi. Burðarveggir eru í flestum tilvikum um 15 cm þykkir, aðrir allt niður í 7 cm þykkir og allt þar á milli. Samsetningar eru með sama hætti og í útveggjum nema hvað innveggirnir eru oft rafsoðnir við aðra veggi. Veggirnir eru með stálmótaáferð annars vegar og pússaðir hins vegar og eru því tilbúnir til sandspörtlunar þegar samsteypt hefur verið.

Raflagnir og aðrir innsteyptir hlutir eru hannaðir eftir óskum hverju sinni.

Innveggirnir eru endingagóðir og þarfnast lítils viðhalds.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita