Loftorka framleiðir ýmsra tegundir brunna fyrir frárennslislagnir, stofnlagnir o.fl. Allir okkar brunnar eru sérframleiddir eftir pöntunum. Stærðir og lögun er því að ósk kaupenda hverju sinni.

Meðal þeirra sem vöruflokka sem eru í boði eru botnbrunnar, dælubrunnar, tengibrunnar og lagnabrunnar. Tegundir brunna eru með ýmsum hætti. Annarsvegar heilsteyptir brunnar og brunnbotnar og hinsvegar sérframleiddir brunnar úr einingum sem steyptar eru saman eftir á.

Steinrörin okkar henta vel til að gera dælubrunna í öllum stærðum og gerðum. Rörin eru reist upp á endann og botn steyptur í rörið.

Með vönduðum einingum framleiðum við tengibrunna fyrir lagnir sem geta legið á alla vegu. Líkt og í hefðbundnum botnbrunnum er steypt lagnarás í botninn. Þá er gengið frá lokinu á brunninum með þeim hætti að hægt er að nota hefðbundna brunnhringi til að hækka brunnana upp í rétta hæð.

Hitaveitu- og neysluvatnsbrunnar eru fyrir geislamælingatæki, þrýstijafnara og önnur stjórntæki fyrir veitur. Brunnarnir eru sérsmíðaðir úr forsteyptum einingum sem steyptar eru saman til að forma þá.

Tengibrunnar

Tengibrunnar eru botnbrunnar fyrir lagnir ø700mm og stærri. Tengibrunnarnir eru gerðir úr einingum sem eru steypar saman til að breyta stefnu lagnarinnar. Steypt er lagnarás í botninn eins og er í hefbundna botnbrunna. Gengið er frá lokinu á þessum brunnum með þeim hætti að hægt er að nota hefbundna brunnhringi til að hækka brunnana upp í rétta hæð.

Lagnabrunnar

Hitaveitu- og neysluvatnsbrunnar eru fyrir geislamælingatæki, þrýstijafnara og önnur stjórntæki fyrir veitur. Brunnarnir eru sérsmíðaðir úr forsteyptum einingum sem steyptar eru saman til að forma þá.

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita